Geggjaður kjúklingaréttur frá Gordon Ramsay

Ef einhvern tíman er tilefni til að gera vel við sig þá er það akkúrrat núna og með þessari stórkostlegu uppskrift frá meistara Gordon Ramsay.

Hann kallar uppskriftina gochujang popp kjúklingur sem þýðir að þetta er djúpsteiktur kjúklingur í ljúffengri gochujang sósu. Þessi réttur passar bæði hversdags og spari. 

Gochujang kjúklingur Gordon Ramsay

Gochujang sósa

 • 400 g kjúklingalæri 
 • 50 g gochujang (hægt að kaupa í flestum asískum sérvöruverslunum) 
 • 25 g hunang
 • 25 ml mirin
 • 10 ml eplaedik
 • 1/2 msk sesam olía
 • 1 hvítlauksgeiri, marinn
 • Kikkoman soyasósa

Deig

 • 125 g maíshveiti (cornflour)
 • 125 g venjulegt hveiti
 • 250 g sódavatn

Skraut

 • vorlaukur
 • sesamfræ

Aðferð:

 1. Blandið saman maíshveiti, venjulegu hveiti og sódavatni og blandið saman uns úr verður mjúk blanda.
 2. Skerið kjúklinginn í munnbitastóra bita og dýfið hverjum bita fyrir sig í deigið.
 3. Hitið repjuolíu á pönnu upp í 180 gráður og djúpsteikið kjúklinginn. Hvern bita ætti að steikja í tvær mínútur eða svo.
 4. Gochujang sósan: blandið saman gochujang, hunangi, mirin, eplaediki, sesamolíu, soyasósu og hvítlauk í skál.
 5. Penslið steikta kjúklinginn létt með gochujang sósunni.
 6. Skreytið með sesamfræjum og fínt söxuðum vorlauk og berið fram.
mbl.is