Eru þetta heitustu kokkar heims?

Franco Noriega veit hvernig á að nota tangirnar í eldhúsinu …
Franco Noriega veit hvernig á að nota tangirnar í eldhúsinu og gerir það listavel í svuntu einni saman. mbl.is/Taylor Miller/Jenny Chang/BuzzFeed

Þessar rísandi stjörnur í eldhúsinu eru að sýna meira en góða takta bak við eldavélina þar sem líkamar þeirra eru að taka alla okkar athygli frá matnum sjálfum.

Kokkar út um allan heim eru ekki einungis að stæra sig á samfélagsmiðlum hvernig elda eigi fullkomna máltíð því margir hverjir rífa sig úr bolnum og smella nokkrum myndum af vel stæltum magavöðvum. Það kemur því alls ekki á óvart að nokkrir af umræddum mönnum, starfa einnig sem fyrirsætur, hafa birst í fjölmörgum kokkaþáttum og jafnvel átt í nánum samböndum við stórstjörnur.

Kadu Giacomni er fyrrum tannlæknir sem gerðist kokkur og útskrifaðist …
Kadu Giacomni er fyrrum tannlæknir sem gerðist kokkur og útskrifaðist frá Le Cordon Bleu Paris. Kemur frá Brasilíu en hefur verið búsettur í Los Angeles og New York síðustu tíð. mbl.is/Instagram_kgiacomini
Kadu er bara alls ekkert ómyndarlegur í kokkadressinu.
Kadu er bara alls ekkert ómyndarlegur í kokkadressinu. mbl.is/Instagram_kgiacomini
Franco Noriega er fyrrum sundkappi sem og fyrirsæta sem elskar …
Franco Noriega er fyrrum sundkappi sem og fyrirsæta sem elskar allt varðandi hollan og góðan mat. Hann er veitingarhúsaeigandi í New York og á einnig bar sem kallast Baby brasa organic. mbl.is/Instagram_franconorhal
Franco byrjaði feril sinn með því að setja inn allar …
Franco byrjaði feril sinn með því að setja inn allar uppáhalds uppskriftirnar sínar á YouTube þar sem hann halaði inn fylgjendum á mettíma. Tilgangur hans með videounum var að sýna fólki hvernig og hvaða mat eigi að borða til að ná settum árangri líkamlega eins og hann hefur gert – svo sannarlega. mbl.is/Instagram_franconorhal
Bláeygða belgíska súpermódelið Cesar Casier, snéri sér að eldamennsku þegar …
Bláeygða belgíska súpermódelið Cesar Casier, snéri sér að eldamennsku þegar hann var ekki að vinna í öðrum verkefnum. Í dag hefur hann gefið út tvær matreiðslubækur og er önnur þeirra um matargerð hjá fyrirsætum, þar sem Milla Jovovich gefur til að mynda uppskrift í bókinni. mbl.is/Instagram_Cesar_Casier
Á Instagram sýnir Cesar okkur ekki bara beran líkamann, heldur …
Á Instagram sýnir Cesar okkur ekki bara beran líkamann, heldur líka frá ferðalögum sínum um Evrópu þar sem hann eldar til góðgerðamála. mbl.is/Instagram_Cesar_Casier
Isaac Carew hefur unnið með Gordon Ramsay og gaf út …
Isaac Carew hefur unnið með Gordon Ramsay og gaf út sína fyrstu matreiðslubók fyrr á árinu er kallast „The Dirty Dishes“. Isaac hefur ekkert að skammast sín yfir þegar hann fer úr vinnufötunum. mbl.is/Instagram_Isaac Carew
Isaac er búsettur í London en hann er fyrrverandi kærasti …
Isaac er búsettur í London en hann er fyrrverandi kærasti Dua Lipa. mbl.is/Instagram_Isaac Carew
mbl.is