Flauelsmjúk ostakaka í jólabúning

Guðdómlega góð ostakaka sem bráðnar í munni.
Guðdómlega góð ostakaka sem bráðnar í munni. mbl.is/Winnie Methmann

Þessi lítur út eins og milljón en er í raun mjög einföld í framkvæmd. Valhnetubotninn er stökkur á móti flauelsmjúku ostakreminu og toppurinn yfir i-ið eru hindberin sem gefa unaðslegt bragð og setja kökuna í jólabúning. 

Flauelsmjúk ostakaka í jólabúning

Kexbotn:

 • 100 g valhnetukjarnar
 • 200 g Digestive kex
 • 1 msk. ahorn sýróp
 • 125 g smjör
 • Smelluorm, ca. 22 cm
 • Tertuplast

Rjómaostakrem:

 • 4 matarlímsblöð
 • 250 g rjómaostur
 • 250 g mascarpone ostur
 • 1 dl ahorn sýróp
 • 3 dl rjómi
 • 375 g hindber

Skraut:

 • 1 msk frostþurrkuð hindber

Aðferð:

Kexbotn:

 1. Hitið ofninn á 150°C.
 2. Dreifið valhnetunum á bökunarplötu og bakið í 7 mínútur, þar til gyllt á lit.
 3. Setjið bökunarpappír í botninn á smelluforminu og klæðið hliðarnar með kökuplasti.
 4. Setjið valhneturnar, kexið og sýrópið í matvinnsluvél og blandið vel saman.
 5. Bræðið smjör og hrærið því saman við kexið og hneturnar.
 6. Dreifið massanum jafnt í smelluormið og pressið vel niður þannig að hann þekji vel botninn.

Rjómaostakrem:

 1. Setjið matarlímið í kalt vatn í 5 mínútur. Látið vatnið leka af og bræðið því næst matarlímsblöðin varlega í skál yfir vatnsbaði.
 2. Hrærið rjómaost, mascarpone og sýrópi saman í krem. Setjið 1-2 góðar msk af kremi út í matarlímið og hrærið því næst restinni af ostakreminu út í matarlímið.
 3. Pískið rjómann og veltið honum varlega saman við kremið.
 4. Setjið eitt lag af kremi yfir kexbotninn og leggið hindber ofan á. Setjið restina af kreminu því næst ofan á hindberin.
 5. Setjið kökuna í kæli í það minnsta 4 klukkustundir þar til kremið hefur náð að „taka sig“.
 6. Skreytið með frostþurrkuðum hindberjum og berið fram.
mbl.is