Besta leiðin til að þrífa granítvask

Fallegur granítvaskur á það til að safna í sig kalkblettum …
Fallegur granítvaskur á það til að safna í sig kalkblettum og hvað er þá til ráða? mbl.is/iStock

Það er fátt fallegra en nýr granítvaskur og þá jafnvel svartur á lit eins og þykir svo móðins í dag. En hvernig er best að þrífa slíka vaska þegar kalkið tekur fótfestu?

Kalkblettir eru ekki það fallegasta í vaskinum og alveg sama hvað við reynum, þá er alltaf þessi slikja sem liggur yfir botninum. Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur um hvernig við losum okkur við þennan vanda.

  • Kalklosandi efni sem seld eru í verslunum fyrir baðherbergi hafa reynst vel – þá spreyja efninu á vaskinn og láta standa í 10-15 mínútur áður en það er skolað af.
  • Þú getur einnig lagt eldhúspappír á svæðið og helt venjulegu ediki yfir pappírinn. Látið standa í nokkra tíma eða yfir nótt og þurrka svo yfir með blautum klút.
  • Einhverjir ganga svo langt að nota fínan sandpappír, en það getur tekið glansinn af vaskinum.
  • Eitt ráðið er að fylla vaskinn af heitu vatni og leggja uppþvottatöflu í vatnið þannig að hún leysist upp á 1-2 tímum. Skolið síðan vaskinn og hreinsið alla sápu burt. Þurrkið og smyrjið að lokum með ólífuolíu og látið standa yfir nótt. Þurrkið yfir næsta morgun og vaskurinn mun vera eins og nýr.
mbl.is