Jólafreistingar frá Ferm Living

Danska fyrirtækið Ferm Living lætur ekki sitt eftir liggja fyrir …
Danska fyrirtækið Ferm Living lætur ekki sitt eftir liggja fyrir jólin. mbl.is/Ferm Living

Það er varla þorandi að reka inn nefið í verslanir þessa dagana þar sem freistingar fyrir jólin eru á hverju strái.

Ferm Living er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að fallegum vörum fyrir heimilið og þá ekki síst fyrir eldhúsið. Við erum að sjá nýjan hnetubrjót með handfang eins og valhneta í laginu, úr brass áferð. Ný viskastykki í þremur litum með jólalegu munstri sem gaman er að geta dregið fram yfir jólamánuðina. Servíettuhringir eru einnig nýjir frá Ferm Living og koma tveir saman í pakka – en þessir munu setja punktinn yfir i-ið þegar við leggjum á borð. Og síðast en ekki síst eru það litlir standar fyrir borðkortin svo allir viti hvar þeir eigi að sitja við hátíðarborðið á jólunum.

Fallegur hnetubrjótur er nýr frá fyrirtækinu fyrir þessi jólin. Takið …
Fallegur hnetubrjótur er nýr frá fyrirtækinu fyrir þessi jólin. Takið eftir skálinni en hún er líka nýjung. mbl.is/Ferm Living
Servíettuhringir setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að …
Servíettuhringir setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að því að dekka upp borð. mbl.is/Ferm Living
Nýtt viskastykki með litlum jólatrjám og sjáið þennan fallega kökuspaða.
Nýtt viskastykki með litlum jólatrjám og sjáið þennan fallega kökuspaða. mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
mbl.is