Ein fallegasta lasagne skál allra tíma

Fallegu skálarnar frá Ro Collection, en það er einnig til …
Fallegu skálarnar frá Ro Collection, en það er einnig til matarstell í stíl. mbl.is/Ro Collection

Það er fátt skemmtilegra en að borða dásemdar mat sem framreiddur er á fallegu matarstelli. En við höfum fundið allra fallegastu skálina undir lasagne – og hún er frá Ro Collection.

Við hittum á dögunum einn af eigendum fyrirtækisins Ro Collection, Christian Thulstrup, sem staddur var hér á landi í versluninni Epal, en verslunin er einn af söluaðilum Ro. Fyrirtækið er rétt um sex ára gamalt og selur vörurnar sínar út um allan heim. En það er hér sem dönsk virkni spilar saman við japanska fagurfræði í fallegri handgerðri keramík og glervörum.

Fagurlagaðar skálarnar þeirra, sem fást í nokkrum stærðum, eru ekki einungis undir ávexti eða til skrauts á borð – því þær má nota undir margt annað eins og lasagne eða kartöflugratín svo eitthvað sé nefnt, þar sem keramíkin þolir hitann vel. Að sögn Christian fengu þau hjá Ro, einn þekktan bakara í Kaupmannahöfn til að baka gulrótakökur í nokkrar skálar. Bakarinn ætlaði ekki að taka verkið að sér í fyrstu því hann var sannfærður um að skálarnar myndu ekki þola hitann í ofninum í bakaríinu, en annað kom á daginn.

Aðalhönnuður Ro er Rebecca Uth, en hún starfaði lengi vel hjá Georg Jensen. Hönnun hennar stendur svo sannarlega undir einkunnarorðum fyrirtækisins sem eru „Quality – Originality – (Hand)Made“. En Ro Collection framleiðir vörurnar sínar í Evrópu þar sem mikið af vörunum eru handgerðar og því hver og ein sérstök á sinn máta.

En það eru ekki bara skálarnar sem Ro er þekkt fyrir þar sem blómavasarnir þeirra hafa sprengt alla vinsældarskala síðustu misserin og nú sjáum við líka nýja kertastjaka. Ekki má gleyma skurðarbrettunum, karöflunni, glösunum og öllum matardiskunum. Það er sannarlega úr nógu að velja!

Lögunin á skálunum er stórkostleg. En skálarnar henta vel undir …
Lögunin á skálunum er stórkostleg. En skálarnar henta vel undir ávexti á borði og þjóna einnig hlutverki sem eldfast mót. mbl.is/Ro Collection
Dásamleg karafla og glös! Þessi verður örugglega vinsæl í jólapakkann …
Dásamleg karafla og glös! Þessi verður örugglega vinsæl í jólapakkann hjá fagurkeranum. mbl.is/Ro Collection
Skurðarbrettin eru einstaklega skemmtileg og má raða saman á mismunandi …
Skurðarbrettin eru einstaklega skemmtileg og má raða saman á mismunandi vegu. mbl.is/Ro Collection
Vasarnir vinsælu frá Ro Collection. Hér má einnig sjá nýju …
Vasarnir vinsælu frá Ro Collection. Hér má einnig sjá nýju kertastjakana sem voru að koma á markað. mbl.is/Ro Collection
Salt og piparkvörn með góðu handfangi til að grípa um.
Salt og piparkvörn með góðu handfangi til að grípa um. mbl.is/Ro Collection
Bakkarnir þeirra eru vinsælir og hafa mikið notagildi.
Bakkarnir þeirra eru vinsælir og hafa mikið notagildi. mbl.is/Ro Collection
mbl.is