Geggjaður grænmetisréttur frá Hildi Rut

Þetta er svo ótrúlega gott að þú munt ekki geta …
Þetta er svo ótrúlega gott að þú munt ekki geta lagt frá þér gaffalinn. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Grænmetisréttur af allra bestu gerð er hér á borðunum, sem tekur enga stund að útbúa. Og ef þú sleppir fetaostinum er rétturinn orðinn vegan.

Heiðurinn á Hildur Rut sem hefur minnkað töluvert kjötneyslu á sínu heimili og er oftar en ekki með kjötlausa daga. Hér erum við að sjá eggaldinn svo fagurlega skreyttan með avókadó, fetaosti og granateplum sem gera réttinn einstaklega jólalegan.

Fyllt eggjaldinn með fetaosti og granatepli (fyrir 1-2)

 • 1 eggjaldinn
 • 2 dl kínóa, eldað
 • Brokkólí
 • 2 sveppir
 • 1 skarlottulaukur
 • Salt og pipar
 • Chili explosion
 • Ólífuolía, ég nota frá Olifa
 • ½ avocado, skorið smátt
 • Stappaður fetakubbur, eftir smekk
 • Granatepli, eftir smekk

Aðferð:

 1. Skerið eggjaldinn til helminga og takið aðeins úr því með skeið.
 2. Leggið eggjaldinn á bökunarpappír eða í eldfast mót og dreifið ólífuolíu yfir opna hlutann og saltið og piprið.
 3. Bakið í ca. 20 mínútur við 180°C.
 4. Skerið sveppi, brokkólí og skarlottulauk smátt og steikið á pönnu upp úr olíu.
 5. Blandið kínóa út í og kryddið.
 6. Fyllið eggjaldinn með kínóablöndunni.
 7. Toppið svo með avocado, fetaosti og granatepli eftir smekk.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is