Sælubitar með Oreo

Oreo bitar þegar þú vilt gera x-tra vel við þig.
Oreo bitar þegar þú vilt gera x-tra vel við þig. mbl.is/Spoonforkbacon.com

Ef einhver var að hugsa um kjólinn fyrir jólin, þá getið þið gleymt því eins og skot – því þessir sælubitar eru forleikur að jólunum.

Sælubitar með Oreo

  • 1 poki sykurpúðar
  • 3 msk. saltað smjör
  • 2,5-3 bollar Rice Krispies
  • 24 oreo kex, brotið niður 

Aðferð:

  1. Setjið sykurpúða og smjör saman í stóran pott á lágum hita og hrærið í þar til sykurpúðarnir hafa bráðnað.
  2. Takið blönduna af hitanum og bætið Rice Krispies saman við.
  3. Bætið brotnu oreo kexinu varlega saman við.
  4. Pressið blöndunni niður í passlegt fat (sirka 20x20 cm).
  5. Látið standa í 1 klukkustund og skerið þá niður og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert