Svona eru jólin hjá Zara Home

Zara Home kynnir vörur fyrir jólin.
Zara Home kynnir vörur fyrir jólin. mbl.is/Zara Home

Jólin hjá Zara Home eru klassísk og notaleg en þó með ákveðnu tvisti og óvæntum hlutum.

Við erum að sjá dúka og servíettur með bróderuðu munstri af kristþyrni. Trévörur, postulín og gler er einnig það sem einkennir jólalínu Zöru Home á einfaldan máta. En það eru ekki bara augun sem fá að njóta vörulínunnar þar sem við örvum fleiri skynfæri með jólalilmi í kertum. Nú getur þú klætt heimilið bökunarilmi án þess að kveikja á ofninum, bæði í ilmkertum, ilmstöngum eða með þessum klassísku löngu kertum sem passa í flestalla kertastjaka.

Zara notar kristþyrni í fleira en dúka og servíettur, þar sem þú getur fengið skál sem er eins og plantan í laginu. Eflaust smart undir waldorf-salatið eða piparkökurnar.

Kristþyrni bróderað í dúk og servíettur - gerist ekki jólalegra …
Kristþyrni bróderað í dúk og servíettur - gerist ekki jólalegra en það. mbl.is/Zara Home
Kristþyrni má einnig finna í formi sem skál - fullkomið …
Kristþyrni má einnig finna í formi sem skál - fullkomið undir jólasalatið. mbl.is/Zara Home
Kerti sem gefa piparkökuilm án þess að baka neitt í …
Kerti sem gefa piparkökuilm án þess að baka neitt í ofni. mbl.is/Zara Home
Jóladagatal fyrir yngstu kynslóðina.
Jóladagatal fyrir yngstu kynslóðina. mbl.is/Zara Home
mbl.is