Stofnandi Brauð & Co opnar veitingastað

Til vinstri má sjá mynd af matseðlinum og til hægri …
Til vinstri má sjá mynd af matseðlinum og til hægri eru þeir félagar, Ágúst Þór Einþórsson og Stefán Örn Melsted. Ljósmynd/Samsett mynd

Ágúst Þór Einþórsson - betur þekktur sem bakarinn á bak við Brauð & Co hefur opnað smurbrauðsstaðinn Kastrup í félagi við Stefán Melsted.

Ágúst segir í tilkynningu á Facebook að hann og Stefáni hafi með hjálp góðra vina og fjölskyldu opnað veitingastaðinn sem staðsettur er á Hverfisgötu 12. Markmiðið sé að bjóða upp á einfalt smurbrauð og vera í stuði.

Ef að einhverntíman er rétti tíminn til að opna smurbrauðsstað þá er það á aðventuinn enda veit landinn fátt betra en að gæða sér á gómsætum smurbrauði í aðdraganda jóla.

Matarvefur mbl.is óskar þeim félögum innilega til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert