Jólatiltekin í eldhúsinu á augabragði

Það væri frábært ef eldhúsið væri alltaf svona fínt eins …
Það væri frábært ef eldhúsið væri alltaf svona fínt eins og á þessari mynd. mbl.is/Colourbox

Kannastu við að koma varla skurðarbrettinu fyrir á eldhúsbekknum út af dóti og drasli sem þú telur þig hafa not fyrir? Við erum örugglega flest öll búin að upplifa slíkar stundir og pirrum okkur yfir hvað eldhúsið sé lítið og allir skápar og skúffur er einnig yfirfullt af dóti.

Númer 1
Fjarlægðu hluti sem þú átt mikið af. Það er alveg lygilegt hversu margir skrælarar, sleifar eða önnur eldhúsáhöld við sönkum að okkur. Og þurfum við á öllu þessu dóti að halda?

Númer 2
Settu dót saman sem þú lítið notar í eldhúsinu. Það eru mörg heimilistæki og aðrar smágræjur sem við notum sárasjaldan yfir árið og þurfa ekki að taka pláss í þeim skúffum sem notaðar eru daglega.

Númer 3
Hvað á heima í eldhúsinu? Ertu með snúruna á tölvunni liggjandi á milli kornflex pakkanna eða öll hreinsiefnin í einum skáp? Taktu hluti út sem eiga ekki heima í rýminu.

Númer 4
Þarf eggjasjóðarinn að taka pláss, eða dugar að sjóða egg í potti? Og notar þú einhvern tímann salatþurrkuna frá Tupperware sem tekur hálfan skápinn? Losaðu þig við allan óþarfa.

Númer 5
Hentu öllu sem er hálfbrotið eða ónýtt. Þú ert ekkert að fara „laga þetta“ seinna.

Númer 6
Staflaðu öllum skálum, fötum, pottum og pönnum, snyrtilega ofan á hvort annað þannig að þú þurfir ekki að eyða miklum tíma í að nálgast einn hlut úr skápnum og finnir hann fljótt.

Númer 7
Ertu með draslskúffu? Taktu til í henni líka. Ekki enda í því að hún varla opnist né lokist út af draslinu sem þar er.

Númer 8
Ef þú átt og notar mikið af uppskriftum og uppskriftarbókum, reyndu þá að koma skikkanlegu kerfi á hlutina. Settu allar lausar uppskriftir í möppu og haltu þessu til haga. Nú ef þú ert ekki mikið að grúska í uppskriftum – reyndu þá að finna út hvað er óþarfi og losaðu þig við það. Enda eru flest allar uppskriftir aðgengilegar á netinu í dag.

Númer 9
Spurðu sjálfan þig hvaða eldhúsgræjur þú notar mest. Er það hrærivélin? Leyfðu henni þá að standa á eldhúsbekknum – nú ef ekki, þá skaltu finna annan stað fyrir hana.

Númer 10
Síðast en ekki síst eru það þrif. Það er undravert hversu miklu ein tuska getur breytt. Þurrkaðu sletturnar af veggjunum og á borðplötunni.

mbl.is