Leyndardómurinn á bak við hálfétinn ost

Það er algjör synd að hálfétinn ostur fari til spillis. …
Það er algjör synd að hálfétinn ostur fari til spillis. En hér bjóðum við upp á stórgott ráð um hvernig best sé að geyma skorinn ost. mbl.is/Colourbox

Þú átt von á gestum og ætlar að bjóða upp á nokkra sérvalda fína osta. Margir hverjir kosta sitt og það er aldrei vitað hversu mikið er borðað af hverjum og einum.

Það er alltaf synd að henda hálfum ostum, eða þeim sem rétt hefur verið nartað í, enda engin ástæða til. En það er ekki alltaf sem við borðum osta dag eftir dag og því þörf á að geyma hálfan ost inni í ísskáp. Ef þú ert í vafa um hvort hálfétinn ostur eigi eftir að skemmast fljótt í ísskáp skaltu næst prófa þetta stórsnjalla ostaráð.

  • Taktu smjörklípu (smjör eða smjörlíki) og smyrðu á skorna endann. Það mun hjálpa ostinum að halda réttu rakastigi og osturinn mun endast lengur en þú heldur.
  • Pakkaðu því næst ostinum inn í filmu og settu inn í ísskáp.
Fátt jafnast á við góða ostaveislu.
Fátt jafnast á við góða ostaveislu. mbl.is/Colourbox
mbl.is