Iittala kynnir nýjan lit

Iittala kynnti nýjan lit til leiks, eins og þeir gera …
Iittala kynnti nýjan lit til leiks, eins og þeir gera árlega. Liturinn kallast „linen“. mbl.is/Iittala

Árlega kynnir Iittala nýjan lit til sögunnar fyrir vorið, en þeir kynntu litinn á Instagram-síðu sinni núna í byrjun vikunnar sem ber nafnið „linen“.

Köld gola undir heitri og rakri sólinni er það sem veitti innblástur í nýja litinn „linen“. Og með þekkingu handverksmanna á litum í glerverskmiðju Iittala gefur liturinn á glerinu náttúrulegan ljóma og undirstrikar smáatriðin í glerinu. Hlýjan í litnum parast vel saman við aðra liti og passar sérstaklega vel við stofuplöntur og fersk blóm að sögn Iittala.

Hér má sjá nýja litinn í ótal glervörum frá fyrirtækinu.
Hér má sjá nýja litinn í ótal glervörum frá fyrirtækinu. mbl.is/Iittala
mbl.is/Iittala
mbl.is