Grænmetið sem þú mátt ekki gleyma

Í svartasta skammdeginu er eina vonarglætu að finna sem er í formi grænmetis. Hún hjálpar þér að sjá í myrkri, passar upp á að þú verðir ekki eins og náhveli á litinn og fyllir þig af vítamínum sem þú getur ekki lifað án.

Við erum að sjálfsögðu að tala um gulrótina gott fólk — og enga hefðbundna gulrót heldur íslenskar gulrætur en samkvæmt heimildum er enn til eitthvað af ferskum gulrótum síðan í haust og því er það allra besta sem þið getið gert fyrir sjálf ykkur og heilsuna að verða ykkur úti um slíkar.

Gulrætur eru góðar með öllum mat og þær eru hið fullkomna snarl. Þær eru meira að segja góðar með ídýfu... og bernaise.

Vissir þú að:

  • Gulrætur innihalda mikið magn af A-vítamíni auk nokkurra B-vítamína, K-vítamíns og kalíum.
  • Gulrætur eru trefjaríkar og fitu- og hitaeiningasnauðar. Þær eru því hið fullkomna millimál.
  • Neysla gulróta er talin hafa fyrirbyggjandi áhrif á krabbamein og hjartasjúkdóma. Gulrætur stórbæta einnig augnheilsu.
mbl.is