Þess vegna áttu að sofa með hvítlauk undir koddanum

Þessi steinsefur alla nóttina með hvítlauk undir koddanum.
Þessi steinsefur alla nóttina með hvítlauk undir koddanum. mbl.is/Colourbox

Það eru engar vampírur eða varúlfar að koma hér við sögu – bara nokkur góð ráð um af hverju hvítlaukur er það besta fyrir þig á nóttunni.

Sofðu rótt í alla nótt
Hrekkur þú oft upp á nóttunni eða átt erfitt með að sofa? Með því að setja hvítlauk undir koddann muntu örugglega fá betri svefn, en þessi aðferð hefur verið notuð í áratugi og lengur. Andoxunarefni og örverueyðandi eiginleikar hvítlauksins halda líkamsvökva og líffærum heilbrigðum og sýkingarlausum. Heila- og hjartastarfsemin verður fyrir áhrifum og stjórnar þar að leiðandi svefnrásinni.

Magnesíum og kalíumneysla eykst við að borða hvítlauk og slakar á vöðvunum með því að framleiða efnið GABA. Það GABA er eins konar líkamsmerki um að þörf sé á að slaka á, og það sefar heilafrumurnar svo þær geti hvílst yfir nóttina.

Hindrar veikindi
Hrár hvítlaukur hefur svo lengi sem við munum eftir verið áhrifaríkur á bakteríur og vírusa. Og getur í raun hindrað vöxt smitbera og verndað líkamann fyrir sýklum. Hvítlaukur getur komið í veg fyrir smit innan og utan líkamans, því er hann nauðsynlegur undir koddann.

Hvítlauksvatn við kvefi
Sumir hvítlaukar geta verið ábyrgir fyrir andfýlu og jafnvel slæmri líkamslykt. Þegar hvítlaukur er marinn, breytist hann í allicin – sýklalyf sem berst gegn sveppasýkingum og bakteríum. Hvítlaukur hjálpar einnig við að hreinsa stífluð nefgöng og getur jafnvel dregið úr hrotum sem hjálpar til við að róa svefninn. Gott húsráð er að kremja 3-4 hvítlauksrif niður í sjóðandi vatn og anda að sér gufunni þegar um kvefpest er að ræða.

Hvítlauk í næstu utanlandsferð
Hvítlaukur er eins náttúrulegt skordýraeitur og hugsast getur. Laukurinn heldur meindýrum frá plöntum ef þú notar hvítlauksvatn, en vatnið má einnig nota á grænmeti og blómstrandi plöntur. Næst þegar þú ferðast á framandi slóðir skaltu hafa með þér hvítlauk og setja undir koddann, því hvítlaukurinn er ekki vinsæll hjá moskítóflugum eða kóngulóm.

mbl.is/Colourbox
mbl.is