Enchiladas með tættum kjúkling

Ótrúlega gott og girnilegt enchiladas með tættum kjúkling.
Ótrúlega gott og girnilegt enchiladas með tættum kjúkling. mbl.is/Winnie Methmann_femina

Fjölskyldurétturinn þessa vikuna er akkúrat þessi hér. Alveg geggjað enchiladas með tættum kjúkling og haug af cheddar osti sem toppar allt.

Enchiladas með tættum kjúkling (fyrir 4)

  • 400 g kjúklingabringur frá Ali
  • 2 laukar
  • 3 stórir hvítlaukar
  • Ólífuolía til steikingar
  • 2 tsk. reykt papríka
  • 1 msk. oregano
  • 2 tsk. cumin
  • ½ tsk. chilikrydd
  • 1 dós hakkaðir tómatar
  • 70 g tómatpúré
  • 2 msk. hvítvínsedik
  • Salt og pipar (við notum Norðursalt)
  • 8 tortillakökur
  • 150 g cheddar ostur

Annað:

  • 1 dl sýrður rjómi, 18%
  • 1 avókado
  • 3 vorlaukar
  • Handfylli ferskt kóríander

Aðferð:

  1. Saxið lauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu í potti. Bætið öllum kryddunum út í og steikið áfram.
  2. Bætið tómötunum og tómatpúré saman við.
  3. Setjið kjúklinginn út í pottinn og þekjið hann með tómatsósunni. Látið malla undir loki í 30 mínútur þar til kjötið er meyrt. Takið þá kjötið upp úr pottinum og tætið það í sundur með tveim göfflum. Leggið svo kjötið aftur í pottinn og hrærið í. Smakkið til með hvítvínsediki, salti og pipar.
  4. Hitið ofninn á 200°C.
  5. Fyllið tortillakökurnar með kjúklingablöndunni, rúllið þeim saman og leggið í eldfast mót.
  6. Stráið rifnum cheddar osti yfir og bakið í ofni í 15 mínútur þar til osturinn er gylltur og stökkur.
  7. Dreypið sýrðum rjóma yfir og skreytið með avókadó sneiðum, söxuðum vorlauk og kóríander.

Uppskrift: Emma Martiny_Femina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert