Svona býrðu til vínfötu úr blómum

Þessi vínfata mun slá öll met á næsta veisluborði.
Þessi vínfata mun slá öll met á næsta veisluborði. mbl.is/Pinterest

Hversu geggjað væri að útbúa svona vínfötu á borðið í næsta matarboði? Þetta getur þú einfaldlega föndrað heima hjá þér og komið gestunum á óvart.

Svona býrðu til vínfötu úr blómum

  • Best er að kaupa ákveðið plastform sem er selt HÉR. En þú gætir líka fundið fram plastfötu eða annað form sem er nægilega stór fyrir vínflösku og útbúið formið sjálf/ur þó það sé aðeins meira maus. Forminu sem selt er, fylgir einnig stálbotn sem heldur klakanum köldum í allt að 6 tíma.
  • Þú þarft búnka af blómum, ávöxtum, greni eða öðru – fer allt eftir tilefninu.

Aðferð:

  1. Raðaðu blómunum eða því sem þú ætlar að nota í formið, og þá er gott að klippa hausana af og skilja stilkana eftir.
  2. Hellið heitu vatni í formið því þegar það frýs, þá verður það tærara en ella. Og setjið inn í frysti í að minnsta kosti 24 tíma.
  3. Takið úr forminu rétt áður en þið berið flöskuna á borð.
mbl.is/Pinterest
Þú getur notað sítrónur, blóm, greni eða allt það sem …
Þú getur notað sítrónur, blóm, greni eða allt það sem þér dettur í hug í verkið. mbl.is/Pinterest
mbl.is