Vegan bollur með jarðarberjum og jurtarjóma

Það er engin önnur en Solla Eiríks sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem kemur einmitt úr bollubæklingi Hagkaupa.

Lífrænar speltbollur
  • 475 ml jurtamjólk
  • 50 g kókosolía eða vegan smjör
  • 3 msk. hlynsíróp
  • 1 pakki (11 g) þurrger
  • 1 tsk. vanilla
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 600 g fínt spelt, lífrænt frá Himneskt

Aðferð:

  1. Skerið jurtasmjörið í litla bita og bræðið í potti ásamt jurtamjólkinni, hlynsírópinu og vanillu. Hrærið í pottinum á meðan blandan bráðnar, takið svo pottinn af hellunni og kælið.
  2. Þegar blandan hefur kólnað niður í um það bil 37 °C, hellið henni í hrærivélarskál, stráið þurrgerinu yfir og látið standa í um 15 mínútur.
  3. Blandið speltinu og saltinu út í og hrærið saman.
  4. Látið viskastykki yfir skálina og látið standa á hlýjum stað svo deigið geti hefast í um 20-30 mín.
  5. Þar sem þetta deig er klístrað er gott að nota ískúluskeið til að móta bollurnar, sem eru settar á bökunarpappír á ofnplötu.
  6. Uppskriftin gefur um 15 bollur.
  7. Látið bollurnar hefast aftur í um það bil 20 mínútur á plötunni áður en þær eru settar í ofninn.
  8. Bakið við 190°C í um 20 mínútur.

Fylling:

  • Lífrænt eplamauk frá Himneskt
  • Marsípan, rifið
  • Fersk jarðarber, niðurskorin
  • Hafrarjómi frá AITO, þeyttur
  • Flórsykur til að strá yfir

Aðferð:

  1. Skerið bollurnar í tvennt.
  2. Setjið skeið af eplamauki á botninn, stráið rifnu marsipani yfir. Raðið jarðarberjunum á botninn og setjið skeið af þeyttum hafrarjóma yfir.
  3. Lokið bollunum og stráið flórsykri yfir lokin með sigti.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert