Bollur með kaffirjóma og súkkulaðiglassúr

Þessi útgáfa er hrikalega spennandi en hér er kaffiskyri blandað saman við rjóma og það er geggjað. Það er Thelma Þorbergs sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Bollur með kaffirjóma og súkkulaðiglassúr

20 bollur

Vatnsdeigsbollur:

 • 240 ml vatn
 • 115 g smjör
 • 1 msk. sykur
 • 1⁄2 tsk. salt
 • 120 g hveiti
 • 4 stk. egg

Rjómafylling:

 • 500 ml rjómi frá Gott í matinn
 • 350 g KEA skyr kaffi og vanillu
 • 2 msk. flórsykur
 • 1 msk. skyndikaffi, malað

Súkkulaðiglassúr:

 • 500 g flórsykur
 • 3 msk. dökkt kakó
 • 3 tsk. sterkt kaffi
 • 50 g smjör, brætt
 • heitt vatn

Vatnsdeigsbollur

 1. Setjið vatn í pott yfir meðal háum hita og látið suðu koma upp.
 2. Setjið smjör, sykur og salt saman við og hrærið þar til smjörið hefur náð að bráðna saman við vatnið.
 3. Setjið hveitið saman við og hrærið stanslaust þar til deigið er orðið þykkt og sleppir hliðum pottsins.
 4. Slökkvið undir pottinum, bætið einu eggi saman við í einu og hrærið vel á milli.
 5. Setjið deigið í sprautupoka með þeim stút sem þið viljið. T.d. 1M, rósastút eða klippið 1 cm gat fremst á sprautupoka.
 6. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og sprautið deiginu jafnt á plötuna. Hver bolla þarf ekki mikið deig þar sem þær lyfta sér vel í ofninum. Ýtið lauslega með með skeið ofan á hverja bollu fyrir sig svo það sé ekki toppur af deigi sem standi upp, þannig verða bollurnar fallegri í laginu.
 7. Bakið bollurnar við 200 gráðu hita í 10 mínútur, lækkið þá ofninn niður í 170 gráður og bakið í 15 mínútur.
 8. Látið bollurnar kólna áður en þið skerið þær í sundur og setjið á þær.

Rjómafylling

 1. Þeytið rjómann þar til hann stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
 2. Blandið skyrinu saman við ásamt kaffi og flórsykri og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
 3. Setjið rjómablönduna í sprautupoka og sprautið fallega á hverja bollu fyrir sig, eða setjið 2 msk. á hverja bollu.
 4. Súkkulaðiglassúr
 5. Setjið flórsykur í skál ásamt kakói og hrærið vel saman.
 6. Bræðið smjör og hellið saman við ásamt kaffi og hrærið vel saman.
 7. Bætið heitu vatni saman við þar til þið hafið náð þeirri þykkt á glassúrnum sem við viljið, því meira vatn sem þið setjið því þynnra verður glassúrinn.
 8. Geymið bollurnar í kæli þar til þær eru bornar fram.
mbl.is