Bleikjan sem gerir allt betra

Ljósmynd/María Gomez

Hér er ein klassísk, skotheld og algjörlega frábær uppskrift frá Maríu Gomez á Paz.is sem við fáum ekki nóg af. Einfaldleikinn er í fyrirrúmi en bragðsamsetningin svo geggjuð að þú færð ekki nóg ...

Ofureinföld bleikja með pestó og furuhnetum

  • 3-4 bleikjuflök
  • 1 krukka Filippo Berio grænt pestó
  • 30-50 g furuhnetur
  • 2 pokar af Tilda-basmatígrjónum
Salat
  • Lambhagakál
  • Piccolo tómatar
  • 1/2 dl fetaostur
  • 1/2 dl svartar ólífur
  • 1 dl skorin vínber
  • 1/2 rauð paprika
  • olía af fetaostinum
  • 1/2 dl muldar pekanhnetur (má sleppa)
  • smá salt

Aðferð

  1. Hitið ofninn á 190 C°blástur eða 200 C° ef ekki blástur.
  2. Saltið og piprið bleikjuflökin og setjið á ofnskúffu með bökunarpappa á.
  3. Setjið svo í heitan ofninn í 15-18 mínútur.
  4. Setjið svo grjóninn í pott og látið sjóða eftir leiðbeiningum meðan bleikjan er í ofninum.
  5. Á meðan skuluð þið líka rista furuhnetur á pönnu.
  6. Setjið pestóið í skál.
  7. Leyfið hnetunum að kólna örlítið og setjið svo út í pestóið og hrærið vel saman.
  8. Berið svo fram flökin sér ásamt pestói, grjónum og salati.
  9. Smyrjið svo pestói ofan á bleikjuna.
  10. Berið grjón og ferskt salat með.
Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert