Súkkulaði er það besta við hósta

Vissir þú að súkkulaði er stórfínt við hósta?
Vissir þú að súkkulaði er stórfínt við hósta? mbl.is/Colourbox

Næst þegar kitl í hálsi og hósti byrjar að gera vart við sig skaltu draga fram súkkulaðið úr skápunum. Rannsóknir benda til að súkkulaði sé áhrifaríkara en venjulegar hálstöflur.

Ef við notum súkkulaði á réttan hátt, þá segja rannsóknir okkur að það sé í raun mjög gott fyrir okkur. Svo lengi sem við kunnum okkur hóf.

Súkkulaði-meðal
Prófessorinn Alyn Morice frá Hull University, sagði í samtali við breska fjölmiðilinn Daily Mail, að rannsókn hafi verið gerð á venjulegum hálstöflum sem eiga að virka á hósta, eins á lyfi sem inniheldur súkkulaði. 163 einstaklingar tóku þátt í rannsókninni og niðurstöðurnar féllu í miklum meirihluta til súkkulaðsins.

Niðurstöðurnar komu Alyn Morice ekki á óvart sem sagði frá því að vísindamenn við Imperial háskólann í London hafa komist að því að efnið „teóbrómín“ sem finna má í kakói – sé árangursríkara við að bæla þörfina við hósta, frekar en kódín sem oft er notað í hóstameðul.

Ástæðan er sú að súkkulaði myndar eins konar filmu sem ver taugaendana í hálsinum, sem kalla fram tilfinninguna með að hósta. En samkvæmt Alyn Morice, á þetta ekki við um allt súkkulaði – til dæmis er heitt súkkulaði ekki efst á listanum, því kakóið nær ekki að staldra nógu lengi við í hálsinum til að mynda þessa filmu.

mbl.is/Colourbox
mbl.is