Drake er ekkert að djóka með eldhúsið

Þetta er það sem við köllum kósí heimabar.
Þetta er það sem við köllum kósí heimabar. Ljósmynd/Architectual Digest

Þetta er mögulega versta fyrirsögn sem skrifuð hefur verið en hún er engu að síður sönn. Við hér á ritstjórn Matarvefsins vorum að fletta í gegnum Architectual Digest eins og við gerum gjarnan á miðvikudögum og þar gaf að líta myndir af heimili Drakes. Það sem við blasti var svo magnað að hér skortir orð til að fanga fullkomlega það sem fyrir augu bar.

Þetta heimili er svo yfirgengilegt í alla staði að það á fáa sína líka. Í allri ofgnóttinni er hvert smáatriði hins vegar úthugsað og allt efnisval svo vandað að það er ekki hægt að toppa það. Hönnunin er eins langt frá skandinavískri naumhyggju og IKEA-isma og hugsast getur og það er algjör veisla að rýna í myndirnar og sjá alla konfektmolana sem þar leynast.

Í stuttu máli má segja að Drake elski marmara, allt ítalskt, gull og vesen ...

Greinin í Architectual Digest.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Þetta er ekki eyja heldur smáríki. Marmarinn er ráðandi hér …
Þetta er ekki eyja heldur smáríki. Marmarinn er ráðandi hér og þvílík stærð og þvílíkur glæsileiki. Meira að segja ísskápurinn er klæddur með einhverju stórbrotnu. Ljósmynd/Architectual Digest
mbl.is