Sumac, Matarkjallarinn og Kaffi Loki bætast í hópinn

Þráinn Freyr á Sumac.
Þráinn Freyr á Sumac. mbl.is/Kristinn Magnússon

Miklar breytingar hafa átt sér stað undanfarnar vikur og mánuði vegna kórónuveirunnar og aðgerða stjórnvalda til að draga úr útbreiðslu hennar.

Mikill fjöldi veitingastaða lokaði dyrunum eða buðu bara upp á heimtöku á mat. Nú horfir hinsvegar til betri vegar og veitingastaðir eru smám saman að opna dyrnar á ný.

Meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn er Kaffi Loki og Matarkjallarinn en samkvæmt nýjustu fregnum mun Sumac bætast í hópinn í dag. Ennþá er boðið upp á heimtöku hjá veitingastöðum og oft með góðum afslætti. Matarkjallarinn býður til að mynda 30% afslátt er pöntunin er sótt.

Við hvetjum landsmenn til að styðja við bakið á veitingamönnum sem best þeir geta enda eru rekstrarskylirði afar erfið um þessar mundir og nú þegar eru einhverjir veitingastaðir farnir í þrot. hlekkur

mbl.is