TORO kynnir nýjan loftslagsmælikvarða

mbl.is/

Norski matvælaframleiðandinn TORO hefur búið til loftslagsmælikvarða í samvinnu við sænsku rannsóknastofnunina RISE til að aðvelda neytendum að velja vörur með lágt kolefnisspor.

Kolefnisspor allra TORO vara hefur verið mælt og upplýsingar skráðar aftan á pakka vörunnar. Vara fær jarðarmerkið framan á pakkann ef kolefnisspor hennar er „lágt“ eða „mjög lágt“ á kvarðanum, sem sagt undir 0,8 kg CO2e. Allar súpurnar frá TORO hafa lágt kolefnisspor og flestar sósurnar. Sé varan með hátt kolefnisspor eru tillögur aftan á pakkanum um hvernig hægt er að minnka kolefnissporið í matreiðslu réttsins. Sem dæmi má nefna að Amerísk grýta er merkt með hátt kolefnisspor þar sem í uppskriftinni er nautakjöt. Hins vegar er hægt að minnka kolefnissporið í matreiðslunni með því að nota grænmeti eða vegan hakk í staðinn.

Verið er að vinna í nýjum umbúðum á séríslensku TORO vörunum, eins og púrrulauksúpunni, karrísósunni, sveppasósunni og Íslensku kjötsúpunni og mun loftslagsmælikvarðinn koma á pakkana með þeim.

Við útreikning kolefnisspors hverrar vöru er miðað við innihald, flutninga, umbúðir og allt ferlið í framleiðslunni. TORO vörurnar eru frostþurrkaðar til að varðveita næringarefni hráefnanna og lengja líftíma þeirra án rotvarnarefna. Kostir frostþurrkunar eru ótvíræðir til að halda kolefnisspori í lágmarki, t.d. ekkert óþarfa vatn í flutningum, hráefnum safnað á uppskerutíma, langur líftími og minni matarsóun.

Í framtíðinni verður vonandi komið á sameiginlegum staðli fyrir loftslagsmerkingar á öllum vörum, en þangað til er hægt að treysta því að vörur merktar með jarðarmerkinu falli vel undir tillögur Sameinuðu þjóðanna.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/
mbl.is