Nýtt stál frá Normann Copenhagen

Fimm nýjir hnífar frá Normann Copenhagen sem kallast „Mesh“.
Fimm nýjir hnífar frá Normann Copenhagen sem kallast „Mesh“. mbl.is/Normann Copenhagen

Við vitum að góðir hnífar í eldhúsið eru ómissandi við eldamennskuna. Danska fyrirtækið Normann Copenhagen hefur lagt sitt af mörkum og kynnir nýja glæsilega hnífa sem vekja athygli.

Hnífarnir kallast „Mesh“  og eru einföld hönnun sem skilar sínu – allir úr 100% ryðfríu stáli. Við erum að sjá fimm nýja hnífa þar sem hver og einn þjónar ákveðnu hlutverki, t.d. brauðhnífur, grænmetishnífur og einn allra handa hnífur sem auðvelt er að grípa í.

Skaptið á hnífunum er með ferningslaga munstri, eða einskonar netamunstri, sem veitir öruggt grip og bætir á sama tíma meiri karakter við hönnunina.

mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is