Uggandi yfir hækkandi matvöruverði

AFP

Á meðan verð fyrir hina ýmsu þjónustu eins og hótelgistingu fer hríðlækkandi er ýmislegt annað sem hækkar eins og fram kemur í frétt CNN um stöðu mála í Bandaríkjunum. Þar kemur fram að umtalsverð hækkun hafi orðið á hinni ýmsu matvöru og þykir mörgum nóg um. Sem dæmi um þetta má nefna að egg hafa hækkað um 16 prósent og kjúklingur um tæp 6 en Bandaríkin hafa alla jafna getað státað af lágu matvöruverði. Nú séu hins vegar breyttar forsendur og faraldurinn farinn að hafa áhrif á vöruframboð sem skilar sér í hækkandi verðlagi.

Dæmi um hækkanir:

 • Egg hafa hækkað um 16,1%
 • Morgunkorn 1,5%
 • Brauð 3,7%
 • Ávaxtasafi 3,8%
 • Kleinuhringir 5%
 • Smákökur 5,1%
 • Gosdrykkir 4,5%
 • Epli 4,9%
 • Appelsínur 5,6%
 • Kjöt 3,3%
 • Kjúklingur 5,8%
 • Fiskur 4,2%
 • Pylsur 5,7%

Eins og gefur að skilja eru heimamenn uggandi yfir þróuninni en áhugavert verður að sjá hvernig verðið á eftir að breytast á næstu vikum og mánuðum.

Heimild: CNN

RUPAK DE CHOWDHURI
mbl.is