Grillaðir ostfylltir hamborgarar með BBQ majó

Grillaðir ostfylltir hamborgarar
 • 400 g ungnautahakk
 • Hamborgarakrydd frá Hagkaup
 • 2 brioche-hamborgarabrauð
 • piparostur
 • 2 sneiðar af Óðals havarti-osti
 • 2 msk. bbq-sósa frá Guy Fieri
 • 2 msk. Hellmann-majónes

Aðferð:

Nauðsynlegt áhald: Hamborgarapressa

 1. Kryddið hakkið vel með hamborgarakryddinu og blandið vel saman. Skiptið hakkinu upp í fjóra jafna hluta. Skerið piparostinn í sneiðar en athugið að það getur verið töluvert snúið að skera svona oststykki, þannig að ekki láta bugast þótt það takist ekki. Það er alls ekki heilagt að nota piparostinn því nánast allur ostur bragðast vel inni í hamborgara. Gott ráð er að strjúka hnífinn með olíu áður en skorið er.
 2. Setjið ¼ af hakkinu í hamborgarapressuna. Setjið smjörpappír bæði undir og yfir til að hakkið festist ekki við pressuna. Pressið vel.
 3. Takið lokið af borgaranum og smjörpappírinn. Setjið ostinn og stingið honum ofan í hakkið – þó ekki mikið. Setjið því næst ¼ af hakkinu ofan á, svo smjörpappírinn og pressið. Útkoman ætti að vera glæsilegur hamborgari tilbúinn á grillið. Gerið báða hamborgarana og leggið til hliðar.
 4. Skerið niður laukinn, tómatana og agúrkurnar.
 5. Blandið saman bbq-sósu og majónesi svo úr verði bbq-majó. Hægt er að gera sósuna í meira magni og geyma í kæli.
 6. Grillið hamborgarana á meðalháum hita uns tilbúnir. Setjið ostinn ofan á þegar þið snúið þeim. Hitið brauðin á grillinu þannig að þau verði stökk og góð.
 7. Raðið saman og njótið vel.
mbl.is