Elenóra Rós með pop-up ársins í miðbænum

Elenóra Rós eða Bakara-Nóra er algjör snillingur í eldhúsinu.
Elenóra Rós eða Bakara-Nóra er algjör snillingur í eldhúsinu.

Það verður stemning í miðbænum um helgina þegar að hin eina sanna Elenóra Rós - stúlkan sem hefur bakað sig inn í hjörtu landsmanna verður með pop-up á Deig.

Hergegheitin hefjast á laugardaginn kl. 10 og standa til kl. 16.

Að sögn Elenóru mega gestir eiga von nokkrum mismunandi gerðum af kökum og bakkelsi. Að auki verður hún með súrdeigsbrauð til sölu en þeir sem hafa fylgst með Elenóru á Instagram vita að hún er flestum flinkari þegar kemur að brauð- og sætabrauðsbakstri.

Það verður því veisla um helgina.

HÉR er hægt að skoða viðburðinn á Facebook.

Hægt er að fylgja Elenóru á Instagram HÉR en þar kallar hún sig BakaraNóru.

mbl.is