Fágaður sumarkokteill frá Þórhildi Kristínu

Hinn margverðlaunaði barþjónn, Þórhildur Kristín Lárentsínusdóttir, deilir hér einföldum drykk sem kemur klárlega til greina sem sumarkokteillinn í ár. „Pælingin er að hafa þetta kokteil sem er auðvelt að gera heima,“ segir Þórhildur, sem hefur meðal annars verið yfirbarþjónn í Perlunni og á Tapas barnum og félagi í Barþjónaklúbbi Íslands.

Grunnurinn er Ólafsson gin, sem kom á markað í mars. „Spírinn í Ólafsson gininu er mjög mjúkur, ólíkt ýmsu öðru gini þar sem maður fær smá skell í fyrsta sopa. Í negroni uppskriftinni hef ég því aðeins meira af honum en í hefðbundinni upskrift, auk smá viðbótarsnúnings. Þannig fær hann að blómstra vel.“

Ólafsson með lime og myntu

  • Ólafsson gin 45 ml
  • Sykursíróp* 30 ml 
  • Lime-safi 30 ml
  • Minta 3 laufblöð


Drykkurinn er hristur og svo síaður tvöfalt þegar honum er hellt í glas.

(sigti með fínofnu neti er þá sett fyrir neðan stút kokteilhristarans)


*Sykursíróp er 50/50 sykur og vatn soðið þar til blandan fer að þykkna.

/section>

mbl.is