Staðfest aðferð til að mýkja smjör

Þær eru til nokkrar aðferðirnar hvernig best sé að mýkja …
Þær eru til nokkrar aðferðirnar hvernig best sé að mýkja upp smjör - en þessi sem við kynnum hér er alveg frábær. mbl.is/Colourbox

Við höfum heyrt ýmsar útgáfur af því hvernig best sé að mýkja smjör – skera smjörklumpinn í minni bita til að það mýkist hraðar eða setja það í örfáar sekúndur inn í örbylgjuofn. En þessi aðferð er algjör snilld og staðfest að hún virki! 

Við höfum öll staðið í bakstri og ekki lesið uppskriftina alveg til enda þegar þar stendur að smjörið eigi að vera mjúkt – ekki bráðið og alls ekki ísskápa kalt. Og hvað er til ráða? Jú, það eru ýmsar aðferðir sem við höfum áður kastað fram en þessa þarf klárlega að prófa.

Settu smjörið í plastpoka, helst sem hægt er að loka eins og „zip-lock“. Byrjaðu síðan að rúlla með kökukefli þar til smjörið er orðið flatt og fínt. Þannig mýkist það á augabragði og vandamálin heyra sögunni til.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert