Hamborgari sem rífur í

Hamborgari sem rífur í - með chilimæjó.
Hamborgari sem rífur í - með chilimæjó. mbl.is/Colourbox

Þegar kvöldmaturinn þarf að vera auðveldur en samt góður er þessi hamborgari svarið við þeirri bón.

Hamborgari sem rífur í

 • 500 g nautahakk
 • salt og pipar
 • 1 límóna
 • 1 búnt kóriander
 • 1 rautt chili
 • 1 msk kókosfita/olía
 • 4 hamborgarabrauð
 • 1 rauðlaukur
 • 1 gúrka
 • hjartarsalt
 • 4 msk mæjónes
 • 2 msk sæt chilisósa

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°.
 2. Setjið hakkið í skál og kryddið með salti og pipar. Raspið límónubörk yfir kjötið og saxið um helminginn af kóríandernum niður (geymið afganginn). Saxið chili smátt og setjið út í hakkið. Formið hakkið í fjögur buff.
 3. Hitið kókosolíuna á pönnu og steikið buffin í 2½ mínútu á hvorri hlið. Setjið þau síðan inn í ofn í 4 mínútur.
 4. Saxið rauðlauk í báta og skerið gúrkuna niður.
 5. Hrærið mæjónesi saman við chilisósu.
 6. Smyrjið brauðin með chilimæjónesi og setjið grænmeti og buff á milli ásamt kóríanderblöðum.
mbl.is