Kjúklingabaunavatn á leið í verslanir

Ljósmynd/Aðsend

Margur kannast við að þurfa að kaupa kynstrin öll af kjúklingabaunum til að fá vatnið sem er afar dýrmætt

<span>–</span>

 sérstaklega í bakstur.

Snillingurinn Karen Jónsdóttir hjá Kaja Organics er nú að setja kjúklingabaunavatn á markað en hér er um að ræða aukaafurð sem verður til í framleiðslunni hjá henni.

„Grunnhráefni í falafelgerð eru kjúklingabaunir og við sjóðum okkar baunir sjálf. Við það skapast aukaafurð sem við höfum notað til að baka vegan muffins fyrir kaffihúsið okkar en kjúklingabaunavatn er mjög hentugt í bakstur og getur komið í stað eggja,“ segir Karen um nýju vöruna sem ætti að gleðja ansi marga, ekki síst þá sem eru með eggjaofnæmi og/eða vegan.

„Þar sem framleiðsla á falafel er meiri en notkun í bakstur fyrir kaffihúsið okkar ákváðum við í samráði við Veganbúðina að setja á markað kjúklingabaunasoð. Soðið er einnig á leið í Melabúð og Frú Laugu,“ segir Karen en varan er væntanleg í verslanir á miðvikudag (8. júlí).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert