Endurskipuleggðu heimilið á átta dögum

Taktu frá einn klukkutíma í þrif og heimilið mun þakka …
Taktu frá einn klukkutíma í þrif og heimilið mun þakka þér fyrir. mbl.is/iStockphoto

Það vex flestum í augum að þurfa að endurskipuleggja heilt heimili en það er hægt ef þú passar að skipta verkefninu niður þannig að það verði ekki óyfirstíganlegt.

Hér er búið að skipta verkefninu niður á átta daga og eins og sjá má þá er þetta ekki eins hræðilegt og það gæti virst. Lykilatriðið er að setja sér tímamörk. Ekkert skref má taka meira en klukkutíma. Hljómar kannski undarlega en prófaðu og við lofum að þú verður ekki svikin/n.

Fyrsta skrefið:

Byrjaðu á eldhúsinu. Farðu í gegnum skápana og fjarlægðu það sem þú notar ekki eða mat sem er útrunninn. Þetta þarf ekki að taka langan tíma og þú þarft ekki að raða upp á nýtt eða þrífa skápana.

Annað skref:

Farðu í gegnum skúffur og skápa á baðherberginu. Markmiðið hér er að losa sig við það sem þú notar ekki. Enn og aftur þarftu ekki að raða eða þrífa.

Þriðja skref:

Fataskápurinn þinn. Gerðu það sama og þú gerðir í skrefi 1 og 2.

Fjórða skref:

Farðu í gegnum afganginn af heimilinu. Þetta á við um forstofuna og önnur rými. Það eina sem þú átt að gera er að losa þig við það sem þú notar ekki lengur.

Fimmta skref:

Nú er komið að því að raða. Byrjaðu á eldhúsinu og raðaðu ofan í skúffur og inn í skápa. Ekki er verra að vera með blauta tusku við hendina til að þurrka innan úr þeim. Hér kemur ryksugan að góðum notum því oft er gott að ryksuga innan úr skúffum og skápum.

Sjötta skref:

Endurtaktu skref fimm inni á baðherbergi.

Sjöunda skref:

Endurtaktu skref þrjú í fataskápnum þínum.

Áttunda skref:

Endurtaktu skref þrjú á restina af heimilinu.

Nú eru átta dagar liðnir og heimilið er komið í mun betra ástand.

mbl.is