Svona áttu alls ekki að sjóða hrísgrjón

LUONG THAI LINH

Þetta myndband er með þeim fyndnari á netinu í dag en þar sést malasíski slökkviliðsmaðurinn Ishyam Taib horfa á þáttastjórnanda BBC Food sjóða hrísgrjón og honum hugnast ekki aðferðin – svo að vægt sé til orða tekið.

Taib er afar vinsæll á Facebook og nú þegar hafa tugir þúsunda horft á myndbandið og deilt.

mbl.is