Svona nýtir þú afgangsrauðvín

Ekki láta síðustu dropana fara til spillis!
Ekki láta síðustu dropana fara til spillis! mbl.is/Colourbox

Það er ekki alltaf sem við náum á botninn á rauðvínsflöskunni, og það er algjör óþarfi að láta gott rauðvín fara til spills þegar við getum nýtt það í matargerð.

Til að nýta afgangsvín sem best, er gott ráð að frysta það. Ekki með það í huga að drekka það seinna meir, heldur nota í matargerð. Það getur komið sér vel að eiga nokkra dropa af rauðvíni inni í frysti þegar við reiðum fram gúrme mat og vantar vín í sósuna. Helltu afgangsvíni í ísmolabox og settu í frystinn. Þannig munt þú alltaf eiga til góðan „kraft” í sósuna án þess að þurfa að opna nýja flösku eða hendast út í búð eftir slíkri.

mbl.is