Þetta er ástæða þess að pönnukökubaksturinn fer í rugl

Kannastu við að fyrsta pönnukakan sé alltaf misheppnuð?
Kannastu við að fyrsta pönnukakan sé alltaf misheppnuð? mbl.is/Colourbox

Hvað er þetta með fyrstu pönnukökuna sem við bökum – er það bara gefið mál að hún eigi að mislukkast? Við köfuðum dýpra í málið til að komast að hinu eina sanna varðandi þetta.

Eftir að hafa fylgt uppskriftinni frá A-Ö og með öll vopn í hendi, þá ætlum við bara að mastera þessa pönnukökuuppskrift í eitt skipti fyrir öll. En þrátt fyrir vandvirkni í undirbúningi, þá virðist fyrsta kakan alltaf misheppnast – svo hvað er til ráða?

Nokkrar ástæður fyrir misheppnaðri pönnuköku

  • Við erum mögulega of óþolinmóð með að byrja baka og bíðum ekki nægilega lengi eftir því að pannan verði heit. Og því misheppnast fyrsta kakan.
  • Vandinn gæti líka falist í því að deigið sé of þunnt. Bættu þá við smáveigis af hveiti til að þykkja deigið.
  • Önnur ástæða gæti verið að þú ferð strax í það að baka þegar deigið er tilbúið á meðan deigið ætti helst að standa í 30 mínútur áður en þú byrjar að baka. Sem sagt, annað atriði sem reynir á þolinmæðina.
  • Fyrsta pönnukakan á það til að smakkast skringilega og er ástæðan oftast sú að hún tekur í sig bragð af því síðasta sem var steikt á pönnunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert