Svona fjarlægirðu kaffibletti úr fötum

Það er mikilvægt að bregðast hratt við þegar við sullum …
Það er mikilvægt að bregðast hratt við þegar við sullum niður á okkur kaffi. mbl.is/Coulourbox

Mörg okkar hafa lent í því óhappi að sulla á okkur kaffi – sem er svo sem ekkert stórslys ef við kunnum réttu handtökin við að þrífa blettinn.

Svona þrífur þú kaffi úr fötum

 • Byrjaðu alltaf á því að skoða þvottaleiðbeiningarnar á flíkinni áður en þú ferð í að þrífa blettinn.
 • Notaðu kalt vatn þegar þú meðhöndlar kaffiblettinn, því heitt vatn getur ýtt undir að bletturinn storkni enn frekar og festi sig í efninu. Sjáðu því til þess að bletturinn sé algjörlega farinn áður en þú setur flíkina í þvottavél og þvoðu flíkina samkvæmt þvottaleiðbeiningum.

„Dúppaðu“ blettinn

 • Ef kaffibletturinn er ennþá blautur á flíkinni skaltu þurrka það mesta með pappír eða viskastykki.
 • Þú ert ekki bara að þurrka mestu bleytuna, heldur þau sterku efni sem finnast í kaffinu og setja lit í blettinn.

Skolaðu með köldu vatni

 • Skolaðu flíkina á röngunni undir krana með köldu vatni í 3-5 mínútur.
 • Nuddaðu blettinn smávegis annað slagið.
 • Endurtakið tvisvar til þrisvar.

Notaðu þvottaefni til að meðhöndla blettinn

 • Ef bletturinn fer ekki svo auðveldlega úr skaltu nudda hann með smá þvottaefni á meðan hann er ennþá blautur.
 • Látið liggja í nokkrar mínútur. Þetta ráð virkar vel ef blettur hefur setið lengi í flíkinni.
 • Nuddið blettinn aftur eftir fimm mínútur.
 • Skolið með köldu vatni.

Notaðu edik á blettinn

 • Búðu til blöndu úr þvottaefni, hvítu ediki og vatni.
 • Prófaðu blönduna fyrst á litlum bút áður en þú notar hana á flíkina til að blandan skilji ekki eftir lit í flíkinni.
 • Nuddið blöndunni á kaffiblettinn.
 • Notið tannbursta, naglabursta eða annað álíka til að skrúbba edikblönduna vel inn í kaffiblettinn.
 • Skolið vandlega.
mbl.is