Svona áttu að ryksuga til að hámarka árangurinn

Hefur þú gaman að því að ryksuga?
Hefur þú gaman að því að ryksuga? mbl.is/Dyson

Að ryksuga þarf alls ekki að vera kvöð og getur í raun verið stórskemmtilegt húsverk. Sumir ryksuga daglega, þá sérstaklega þeir sem reka stórt heimili og eiga litla loðna ferfætlinga. Aðrir láta sér nægja einu sinni í viku og þurrmoppa þess á milli.

Þegar þú ryksugar heimilið:

  • Opnaðu gluggana og hleyptu fersku lofti inn.
  • Kveiktu á uppáhaldstónlistinni þinni – jafnvel í heyrnartólum.
  • Njóttu þess að hreyfa þig.
  • Hugsaðu um hversu ferskt og fallegt heimilið verður að verki loknu.

Veldu réttu ryksuguna með eftirfarandi í huga:

  • Hversu löng er snúran í græjunni?
  • Hversu þung er hún og er handfang sem auðveldar að lyfta henni?
  • Eru gúmmískinnur á vélinni sem verja ryksuguna fyrir hnjaski?
  • Er auðvelt að skipta út pokanum í vélinni?
  • Fylgja henni litlir aukahlutir til að setja framan á ryksugustútinn?
  • Og það mikilvægasta af öllu: er hún með nægan sogkraft?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert