Snilldar lausnir til að geyma skó

Getty images

Það glíma allir við að koma skóm fjölskyldunnar fyrir í anddyrinu og oftar en ekki er plássið á heimilinu af skornum skammti.

Við rákumst á skemmtilega lausn hjá tímaritinu Boligmagasinet, en þar er vísað í handlaginn smið sem útfærði skórekka á snilldar máta fyrir lítinn pening. Hér hefur skóm verið snyrtilega komið fyrir á vegg og felur í leiðinni rafmagnstöfluna og hins vegar í sérsmíðuðum rúmbotni. Hvoru tveggja algjör snilld!

Hér má sjá hvernig veggur hefur fengið yfirhalningu með timbri. …
Hér má sjá hvernig veggur hefur fengið yfirhalningu með timbri. Skápur er smíðaður utan um rafmagnstöflu og felur hana á smekklegan máta og skór raðast ýmist í hillur eða beint á vegginn þar sem klifurreipi heldur þeim uppi. mbl.is/Boligmagasinet_© Anitta Behrendt
Geymsupláss er mikilvægt í litlum rýmum og hér hefur rúmbotninn …
Geymsupláss er mikilvægt í litlum rýmum og hér hefur rúmbotninn fengið nýtt hlutverk. Þið getið rétt ímyndað ykkur ónýtta plássið sem er undir hverju rúmi. Hér smíðaði heimilisfaðirinn rúmbotn með skúffum á hliðunum og innbyggðum hillum að framan sem eru fullkomnar fyrir skó. Takið líka eftir hvernig botninn og hillurnar eru rammaðar inn með bleikum lit. mbl.is/Boligmagasinet_© Anitta Behrendt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert