Það glíma allir við að koma skóm fjölskyldunnar fyrir í anddyrinu og oftar en ekki er plássið á heimilinu af skornum skammti.
Við rákumst á skemmtilega lausn hjá tímaritinu Boligmagasinet, en þar er vísað í handlaginn smið sem útfærði skórekka á snilldar máta fyrir lítinn pening. Hér hefur skóm verið snyrtilega komið fyrir á vegg og felur í leiðinni rafmagnstöfluna og hins vegar í sérsmíðuðum rúmbotni. Hvoru tveggja algjör snilld!