Snjallar leiðir til að borða meira grænmeti

Langar þig að borða meira grænfæði? Hér eru nokkur góð …
Langar þig að borða meira grænfæði? Hér eru nokkur góð ráð til að létta þér lífið. mbl.is/colourbox

Langar þig að borða meira af jurtum en þarft að komast upp á lagið með það? Að aðhyllast plöntufæði þarf alls ekki að vera eins erfitt og þú heldur. Hér eru nokkur ráð til að auðvelda þér lífið.

Láttu grænmetið leika aðalhlutverkið

Þú hefur kannski alist upp við það að kjöt sé undirstaðan í máltíðinni og þá er kominn tími til að snúa blaðinu við. Hugsaðu um grænmeti sem stjörnu kvöldsins á disknum. Veldu árstíðabundið hráefni og uppskriftir sem henta því.

Borðaðu heilu jurtirnar

Það er algjör misskilningur að borða bara lauf kryddjurtanna þar sem stilkarnir eru allt eins góðir. Þú getur til dæmis saxað smátt stilkana á kóríanderblöðum og dreift yfir kúskússalat. Stönglarnir eru nefnilega bragðgóðir og hér færðu meira bragð og spornar gegn matarsóun. Það sama gildir um flest annað grænmeti.

Súrt, sætt, saltað, biturt og umami

Hugsaðu um allar bragðtegundirnar í máltíðina – það gerir matarupplifunina betri og þú færð meiri löngun til að borða réttinn aftur. Til dæmis pítubrauð, fyllt með stökku falafel, umami, rjómalöguðum hummus, fersku grænmeti, sítrusdressingu og sultuðum sætum rauðlauk – nammi namm.

Finndu uppskrift sem þú elskar

Finndu ákveðna formúlu eða uppskrift sem þú elskar og notaðu hana aftur og aftur. Pasta, naan-brauð, vefja eða píta með fyllingu, dressingu eða mauki – allt ljúffengt með litríku grænmeti. Þannig geturðu prófað þig áfram með nýju grænmeti þegar þú ert með grunninn á hreinu og þarft ekki að finna upp á nýjum réttum daglega. Þetta er í það minnsta frábær leið til að auka græna-sjóndeildarhringinn hægt og örugglega.

Fáðu innblástur hjá öðrum

Notaðu samfélagsmiðlana til að sækja þér innblástur. Instagram og Pinterest eru miðlar sem eru fullir af auðveldum uppskriftum – eða matarvefurinn okkar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert