Hægt að horfa á Bocuse d´Or í beinni - Sigurður búinn að skila sínum réttum

Gabríel, Sigurður og Þráinn Freyr.
Gabríel, Sigurður og Þráinn Freyr. Ljósmynd/Aðsend

Hin heimsþekkta matreiðslukeppni Bocuse d'Or hófst formlega í morgun og var Ísland fjórða landið til að hefja keppni.

Það er Sigurður Laufdal sem keppir fyrir Íslands hönd og aðstoðarmaður hans er Gabríel Kristinn Bjarnason og þjálfari er Þráinn Freyr Vigfússon. Keppnin fer fram í Tallin í Eislandi en Ísland náði í fyrra fjórða sæti sem er besti árangur frá upphafi.

Keppnin er æsispennandi og við mælum með því að fólk smelli á hlekkinn hér að neðan og sjái hvernig hún fer fram. Sigurður skilaði inn seinni réttinum fyrir um klukkustund síðan og er úrslita að vænta á morgun kl. 15 að íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinn útsendingu HÉR.

mbl.is