Tískan sem er að tröllríða skandinavískum sumarbústaðaeldhúsum

Ljósmynd/Studio Lotta Agadon

Þetta er eins skandinavískt útlit og hugsast getur enda virðist sama hvert litið er þessi dægrin  alltaf poppar þessi stíll upp eins og glansandi fín gorkúla.

Hér er það einfaldleikinn sem spilar aðalhlutverkið. Krítarmálningin býr til þetta dásamlega gamaldags útlit; gróf eldavél, engir efri skápar og viðarsnagarnir sem virðast alls staðar þessi dægrin.

Fallegt er það og kemur úr smiðju sænska innanhússhönnunarstúdíósins Studio Lotta Agadon.

Ljósmynd/Studio Lotta Agadon
Ljósmynd/Studio Lotta Agadon
mbl.is