Húsráð úr þvottahúsinu sem reddar málunum

Við höfum öll lent í því að gera mistök í …
Við höfum öll lent í því að gera mistök í þvottahúsinu. mbl.is/

Kannastu við að flíkin komi krumpuð og teygð úr þvotti? Þá eru þetta ráðin til að ná henni aftur í rétta stærð.

Það hefur komið fyrir okkur öll að þvo uppáhaldspeysuna okkar á vitlausu prógrammi og hún hefur minnkað niður í hálfa stærð. En ekki örvænta, því með þessu snjalla ráði getur þú leiðrétt mistökin á tíu mínútum.

  1. Settu hárnæringu saman við heitt vatn og láttu flíkina liggja í fimm mínútur. Passaðu samt að vatnið sé ekki of heitt.
  2. Settu flíkina á handklæði og rúllaðu handklæðinu upp til að flíkin þorni auðveldlega. Rúllaðu handklæðinu út eftir nokkrar mínútur og leggðu flíkina á þurrt handklæði.
  3. Teygðu nú á flíkinni þar til hún nær upprunalegri stærð og leyfðu henni að þorna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert