„Hvað eigum við að hafa í matinn í kvöld?“

Nú geta viðskiptavinir Krónunnar andað léttar þegar spurningin „hvað eigum við að hafa í matinn í kvöld“ ber á góma. Krónan hefur þróað Korter í 4 línuna sína enn frekar en nú er hægt að velja aðalrétt, meðlæti og sósur og reiða fram dýrindis kvöldmat á fljótlegan og einfaldan hátt.

Nafnið, „Korter í 4“, byggir á að samkvæmt könnunum þá er einmitt þessi spurningum um kvöldmatinn að byrja að skjóta upp kollinum. Fólk að huga að heimferð úr vinnunni og á sama tíma getur verið íþyngjandi að þurfa að standa í miðri búð og hugsa: „Hvað á ég að hafa í matinn í kvöld?“

Með þetta í huga vildi Krónan einfalda líf viðskiptavina sinna og er nýja línan hugsuð fyrir alla, bæði meistarakokka og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref. Línan byggir á þremur einföldum skrefum: Velja prótein, meðlæti og sósu. Pakkningarnar eru miðaðar fyrir tvo og henta þannig bæði minni heimilum og svo líka stærri heimilum þar sem er fjölbreytni í matarræði því hægt er púsla máltíðunum saman með ólíkum hætti, eitt meðlæti fyrir þann sem er vegan og annað sem hentar þeim með glútenóþol. Próteinið og meðlætið kemur niðurskorið eða kryddað og meðlætið er einnig skorið í hentugar stærðir. Það er til dæmis mjög einfalt að skella niðurskornum nautakjötsstrimlum og wok grænmeti á pönnu og skutla wok sósu yfir og á örfáum mínútum er holl og bragðgóð máltíð tilbúin.

Allar uppskriftirnar eru unnar í samstarfi við Happ því Krónan leggur mikla áherslu á að bjóða upp á holla og bragðgóða rétti.

Viðskiptavinir geta púslað saman að vild, engar flóknar uppskriftir heldur einfaldar eldunarleiðbeiningar og tillögur. Hér má sjá nokkur dæmi um rétti:

  • Kjúklingabringa + grískt salat + sveppasósa
  • Risarækjur + grísk dressing + fajitas grænmeti
  • Wok nautaþynnur + wok grænmeti + wok sósa
  • Þorskur í hvítlauk og steinselju + kjúklingabaunasalat +karrý rjómasósa
  • Svartbaunabuff + brún hrísgrjón með sveppum + tomat og ólífu salsa

Korter í 4 réttirnir fást í öllum verslunum Krónunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert