Sterkasta gin í heimi komið á markað

Myndir þú þora að drekka sterkasta gin í heimi?
Myndir þú þora að drekka sterkasta gin í heimi? Mbl.is/Anno gin

Undanfarið hafa áfengisframleiðendur verið að gefa út víntegundir með engu eða litlu magni af alkóhóli. Nema þessir hér, sem fara í þveröfuga átt og framleiða sterkasta gin í heimi.

Hér ræðir um gin sem mælist rétt um 95% í styrkleika. Alls ekki fyrir hænuhausa og býður hiklaust upp á timburmenn  sé það drukkið óhóflega. Ginið kallast „Anno Extreme 95“ og er hannað af vísindamönnum, þar sem ævintýralegt bragð ginsins vekur athygli. Við erum að horfa á hráefni á borð við fennel, múskat, kóríander og lakkrís.

Flaskan sjálf er vel merkt og þá einnig með viðvörunartexta um að hér sé um einkar sterka útgáfu af gini að ræða, en flöskurnar rúma 20 cl. Þess má geta að samkvæmt Lad Bible var sterkasta gintegundin, „Strane Ultra Uncut“, um 82% og hefur nú verið slegin út af listanum.

Ginið var hannað af vísindamönnum og hefur sérstakan keim.
Ginið var hannað af vísindamönnum og hefur sérstakan keim. Mbl.is/Anno gin
mbl.is