Geggjuð og fersk fetaídýfa

Stórkostleg fetaídýfa með fersku grænmeti.
Stórkostleg fetaídýfa með fersku grænmeti. mbl.is/Delish

Góðar ídýfur eru ómissandi þegar við viljum gera okkur glaðan dag. Þessi útgáfa er einstaklega fersk og bragðgóð og hentar við hvert tækifæri – sófakúr yfir bíómynd eða í saumaklúbbinn.

Geggjuð og fersk fetaídýfa

 • Fetaostur
 • 1 bolli grísk jógúrt
 • 220 g rjómaostur
 • ¼ bolli ólífuolía
 • Safi og raspaður börkur af sítrónu
 • Kosher salt
 • Red pepper flakes
 • 2 msk smátt saxað dill, plús aðeins meira til skrauts
 • ½ bolli gúrka, smátt söxuð
 • ½ bolli cherry tómatar, skornir til helminga
 • Flögur eða kex til að bera fram með

Aðferð:

 1. Setjið saman í skál, fetaost, gríska jógúrt, rjómaost, ólífuolíu, sítrónusafa og raspaðan börk. Pískið með þeytara þar til blandan verður létt í sér. Kryddið með salti og rauðum piparflögum og bætið dillinu saman við.
 2. Setjið ídýfuna í skál og toppið með gúrku, tómötum, dill og dreypið í lokin smá ólífuolíu yfir.
 3. Berið fram með flögum eða kexi.

Uppskrift: Delish

mbl.is