Bestu þvottaráðin frá sérfræðingi

CleanFreakz gefur okkur bestu þvottaráðin - og þau eru frábær!
CleanFreakz gefur okkur bestu þvottaráðin - og þau eru frábær! mbl.is/

Hann kallar sig „CleanFreakz“ á TikTok og starfar í fatahreinsun, og hér gefur hann okkur öll helstu ráðin varðandi þvott og sápur – á mjög einfaldan máta.

CleanFreakz heldur því fram að við eigum fyrst af öllu að eiga rúllubursta í skápunum heima, en slík græja kemur oftar en ekki að góðum notum. Í öðru lagi er afar auðvelt að útbúa sinn eigin blettahreinsi og forðast búðarkeypt efni. Uppskriftin að slíku er sáraeinföld eins og sjá má hér fyrir neðan.

Heimatilbúinn blettahreinsir

  • Spreyflaska
  • Vatn
  • 1 tsk. uppþvottalögur
  • ¼ bolli hvítt edik
  • Öllu blandað saman. Spreyið á flíkina og látið standa í 10-15 mínútur áður en hún fer í þvott.

Annað sem CleanFreakz segir ómissandi er að eiga netapoka til að setja í þvottavélina. Þannig getur þú haldið nærfötum, sokkum eða grímunum þínum öllum saman og auðveldara er að taka úr vélinni. Og síðast en ekki síst eru það ullarkúlur í þurrkarann. Þeir sem byrja að nota slíkar kúlur segja að þær séu lífsbreytandi og kjósa ekkert annað. Kúlurnar flýta fyrir þurrkunartímanum og sporna við því að þvotturinn þinn krumpist of mikið og þar fyrir utan geturðu sett nokkra dropa af ilmolíu í kúlurnar sem mun dreifa sér í þvottinn þinn og gera hann ferskan.

mbl.is