Bachelor stjarna með sinn eigin matreiðsluþátt

Mike Johnson sló í gegn sem þátttakandi í Bachelorette. Hann …
Mike Johnson sló í gegn sem þátttakandi í Bachelorette. Hann er myndarlegur og vinsæll, og nú með nýjan sjónvarpsþátt sem snýr að mat. Mbl.is/SLAVEN VLASIC_Getty Images

Aðdáendur stefnumótaþáttanna Bachelor og Bachelorette, þekkja Mike Johnson langar leiðir. Enda einn vinsælasti þátttakandi síðari ára í þáttunum, þá hjá kvenpeningnum.

Mike þykir óvenju mjúkur og kærleiksríkur maður, en hann tók þátt í Bachelorette og Bachelor in Paradise án þess að ganga í það heilaga – og snýr nú aftur á skjáinn í nýrri þáttaröð sem snýst alfarið um mat. Þættirnir kallast „That Looks Good“ og verða sýndir á Fox sjónvarpsstöðinni ásamt Youtube rásinni þeirra. Hér ætlar Mike að deila sögum af uppruna allskyns matvæla, fara yfir sturlaðar staðreyndir – ásamt því að matreiða eitthvað girnilegt. Við efumst ekki um að „Bachelor-nation” muni láta þetta framhjá sér fara – þið vitið hver þið eruð.

mbl.is