Bolluveislan byrjar á Selfossi í dag

Ljósmynd/Aðsend

Snillingarnir í GK bakaríi á Selfossi þjófstörtuðu bolludegi á bóndadaginn eins og frægt er orðið en þeir hefja sölu á hefðbundnum bollum í dag og eins og sjá má eru bollurnar þó allt annað en hefðbundnar. Hér gefur að líta úrval af alls konar góðgæti og ljóst að einhverjir munu keyra austur fyrir fjall um helgina til að næla sér í bita en bollurnar verða til sölu alla helgina.

Irish Coffee x Einverk:

Sérrítunnulegið Flóka-viskí í góðan mokka og 56% súkkulaði með ferskri hindberjasultu undir.

Föst heima x Smiðjan Brugghús:

Bóndabollan vitnar í LL COOL J og hrópar „Dont Call it a Comeback!“ 

Gamli skólinn: Fyrir hefðaköttinn

Bolla  fersk hindberjasulta  íslenskur rjómi. Flækjum það ekkert frekar. 

Hindber:  

Fersk hindber og þeyttur hindberjaganache. 

Fersk, seðjandi og full lífsgleði. 

FEITABOLLAN: húsið mælir með!

Núggat, „pastry“-krem með franskri vanillu og hvítu súkkulaði undir þeyttum vanilluganache vafið í croissant úr rammsterku ítölsku hveiti og íslensku smjöri. Aðeins fyrir alvörunautnaseggi.

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is