Svona nærðu öllum safanum úr sítrónu

Sítrónuvatn er hollt og gott. En hér er stórsnjallt húsráð …
Sítrónuvatn er hollt og gott. En hér er stórsnjallt húsráð til að ná öllum safanum úr ávextinum. mbl.is/

Hér er á ferðinni einfalt húsráð til að ná öllum safanum úr sítrónu og krefst lítillar fyrirhafnar, eða smá nudds og prjóns – nokkuð sem allir ættu að ráða við.

Já gott fólk, það er mjúkt nudd sem sítrónurnar okkar vilja til að skila út sem mestu af safanum sem þær innihalda. Ef þú nuddar ávöxtinn nægilega vel þar til hann er vel mjúkur þarftu varla að gera annað en að horfa á safann renna niður í glasið. En til að ná öllum safanum, þá byrjarðu á því að mýkja sítrónuna vel með höndunum og stingur prjóninum (t.d. sushiprjóni) inn í ávöxtinn – og skrapar því næst allar hliðar til að losa um „litlu belgina“ sem innihalda mestallan vökvann. Þannig ætti safinn að renna auðveldlega út – en það eru margar góðar ástæður til að drekka sítrónuvatn eins og sjá má hér fyrir neðan. 

mbl.is